Fréttir

Grein um orðaleik og útikennslu

Harpa Sif Þorsteinsdóttir vann í sínu meistaranámi rannsókn þar sem hún notaði orðaleik í útikennslu með nokkrum tvítyngdum börnum. Íhlutunin skilaði góðum árangri og sýnir vel hvernig hægt er að tengja efnið við annað sem verið er að gera í leikskólastarfinu. Lesa má um rannsóknina og niðurstöður hennar í grein sem Harpa Sif og Rannveig Oddsdóttir skrifuðu í Netlu. 

Málörvun á Iðavelli - upptaka frá Menntabúðum í október 2020

Áhugaverð kynning á málörvunarstarfi í leikskólanum Iðavelli á Akureyri. Í kynningunni sem flutt var á menntabúðum Eymenntar á Akureyri fjallar Ólöf Jónasdóttir um málörvun tvítyngdra barna á leikskólanum Iðavelli og hvernig hægt er að nýta Orðaleik til að efla orðaforða og hugtakaskilning barna af erlendum uppruna.