Í kynningunni sem flutt var á menntabúðum Eymenntar á Akureyri fjallar Ólöf Jónasdóttir um málörvun tvítyngdra barna á leikskólanum Iðavelli og hvernig hægt er að nýta Orðaleik til að efla orðaforða og hugtakaskilning barna af erlendum uppruna.
Einnig fjallar hún um hvernig hægt er að nýta snjalltækni í málörvun og segir frá forritunum Bitsboard, Book Creator og Osmo. Þar að auki segir Ólöf frá því hvernig unnið er með forritanlega róbótann BlueBot í málörvun.