Í handbókinni er að finna almennar leiðbeiningar og hugmyndir varðandi orðaforðakennslu barna af erlendum uppruna. Fjallað er um rannsóknir á orðaforða barna og farið yfir þær aðferðir sem reynst hafa best til efla hann. Í handbókinni eru nokkrar síður sem henta vel til útprentunar og til að hengja upp á vegg. Hægt er að skoða handbókina með því að smella á fyrirsögnina.
Samræðustundir í Orðaleik er rafrænt námsefni þar sem lögð er áhersla á samræður út frá myndefni. Efnið er sniðið að þörfum barna sem læra íslensku samhliða öðrum tungumálum en gagnast einnig börnum sem þurfa stuðing og þjálfun í notkun móðurmálsins. Í handbókinni, sem er aðgengileg með því að smella á fyrirsögnina, er að finna fræðilegt og hagnýtt efni um þróun og tileinkun tungumálsins. Gerð er grein fyrir þeim aðferðum sem notaðar eru í námsefninu Samræðustundir í Orðaleik og taldar eru gagnlegar við kennslu barna sem þurfa sérstakan stuðning við mál.
Hægt er að smella hér til að nálgast rafrænu samræðubækurnar.