Þróunarstarf í leikskólum

Þróunarstarf 2016-2019

Leikskólinn Iðavöllur á Akureyri hefur frá 2016 verið í samstarfi við MSHA og tekið þátt í að þróa og prófa námsefnið Orðaleik. Samhliða þróun á námsefninu hefur starfsfólk Iðavallar unnið þrjú áhugaverð þróunarverkefni tengd börnum og fjölskyldum af erlendum uppruna sem við hvetjum áhugasama til að kynna sér.

Hér má sjá skýrslur um verkefnin:

Iðavöllur - Þar er leikur að læra íslensku - að koma til móts við nemendur af erlendum uppruna
Iðavöllur - Þar er leikur að læra íslensku - að koma til móts við foreldra af erlendum uppruna
Iðavöllur - Þar er leikur að læra íslensku - að tengja tvo heima

Afrakstur þróunarstarfsins birtist m.a. í handbók fyrir foreldra um starfið og breyttum aðferðum við móttöku barna af erlendum uppruna. Hér má sjá foreldrahandbókina sem foreldrar fá fyrir fyrsta viðtal og handrit af mótttökusamtali sem allir foreldrar taka þátt í áður en barnið þeirra byrjar í leikskólanum: Foreldrahandbók og móttökusamtal.

Þessi skjöl eru opin á vef Iðavallar og um að gera fyrir aðra skóla að nýta sér þessa vinnu.


Þróunarstarf 2019-2020

Skólaárið 2019-2020 bættust tveir leikskólar í hópinn og unnu þeir ásamt Iðavelli með efnið skólaárið 2019-2020. Leikskólarnir eru Árbær á Selfossi og Krílakot á Dalvík. Í leikskólunum sem tóku þátt í verkefninu er hlutfall barna af erlendum uppruna um 25-30%.

Markmiðið með samstarfinu var:

  • að efla íslenskukennslu barna af erlendum uppruna

  • að þróa aðgengileg námsefni í íslensku fyrir leikskólabörn af erlendum uppruna

  • að þróa leiðir til að nýta námsefnið bæði heima og í leikskóla

  • að tengja þrjá leikskóla sem hafa mikla reynslu af kennslu tvítyngdra barna með það að leiðarljósi að deila þekkingu og reynslu milli skólanna.


Skólarnir sem tóku þátt eru:

Iðavöllur á Akureyri Krílakot á Dalvík Árbær á Selfossi

Vefsíða skólans

Þróunarstarf tengt nemendum

Þróunarstarf tengt nemendum
og fjölskyldum af erlendum uppruna:

Árangursríkt læsi

 

 

Helstu niðurstöður

Í leikskólunum þremur hefur byggst upp mikil þekking og reynsla á vinnu með fjölskyldum af erlendum uppruna sem kennarar hafa nýtt sér í vinnu með efnið. Almennt má segja að skilningur og þekking á sérþörfum barna sem læra íslensku sem annað mál og þörfum fjölskyldna af erlendum uppruna hafi aukist og að vinna með orðaforða sé markvissari nú en áður. Tvítyngd börn fá nú meiri einstaklingsmiðun í sínu námi þar sem leitast er við að mæta hverjum og einum einstaklingi þar sem hann er staddur. Verkefnið mun halda áfram í öllum skólunum og verða áfram í þróun. Innleiðing á nýjum kennsluháttum tekur tíma og áframhaldandi vinna mun gefa tækifæri til að útfæra vinnuna enn betur og þróa nýjar leiðir til að vinna með efnið.

Skýrsla um verkefnið

Ordaleikur 2020