Harpa Sif Þorsteinsdóttir vann í sínu meistaranámi rannsókn þar sem hún notaði orðaleik í útikennslu. Fimm tvítyngd börn fengu markvissa orðaforðakennslu með námsefninu í sjö vikur. Kennslan fór fram í útikennslu og var lögð áhersla á að kenna orð sem tengjast útiveru og umhverfi. Orðaforði barnanna var metinn fyrir íhlutun, strax að lokinni
íhlutun og tveimur mánuðum eftir að henni lauk. Niðurstöður voru þær að öll börnin bættu við orðaforða sinn meðan á íhlutuninni stóð og viðhéldu þeim orðaforða tveimur
mánuðum síðar. Framfarir einstakra barna voru þó mismiklar og draga má þá ályktun af gögnum rannsóknarinnar að virkni barnanna í málörvunarstundunum og samskiptum
innan leikskólans hafi áhrif á hve miklum framförum þau ná. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að orðaforðakennsla sem er fléttuð inn í daglegt leikskólastarf getur skilað góðum árangri en huga þurfi að virkni einstakra barna í slíkum stundum og samskiptum innan leikskólans almennt.